Hönnunarmiðstöð Íslands er í samtali við stjórnvöld um að tryggja hlut hönnunar og arkitektúrs í aðgerðum stjórnvalda í efnahagsmálum í kjölfar Covid 19 faraldursins.
Til þess að gefa okkur rétta mynd af þeirri stöðu sem nú er uppi og meta áhrifin sem Covid 19 hefur á starfssemi og afkomu hönnuða og arkitekta og fyrirtækja á því sviði viljum við biðja þig um að svara strax meðfylgjandi könnun.
Það er gífurlega brýnt að sem flestir svari könnunni sem fyrst, því niðurstöður hennar geta haft bein áhrif á árangur í samtali við stjórnvöld. Könnunin er 14 spurningar og tekur um 5-10 mínútur að svara.
Könnunin er nafnlaus og fyllsta trúnaðar gætt. Ekki er hægt að rekja svör til einstakra svarenda. Könnuninni verður lokað á miðnætti þriðjudaginn 14. apríl næstkomandi.
Ekki hika við að senda okkur línu á info@honnunarmidstod.is ef spurningar vakna eða þið eruð með hugmyndir um lausnir sem þið viljið deila með okkur.
Með góðum kveðjum, Stjórn og starfsfólk Hönnunarmiðstöðvar Íslands