Holmen sundlaug í Asker valin bygging ársins í Noregi 2017. Arkís arkitektar eru hönnuðir byggingarinnar en auk þeirra unnu að verkefninu verkfræðingar hjá Verkís og Hermann Ólafsson sá um landslagshönnun. Mörg hundruð byggingar voru metnar og fimm að lokum tilnefndar til lokaverðlauna, verðlaun voru veitt 15. mars síðastliðinn í Ósló að viðstöddu fjölmenni. Byggingin er tímamótabygging í Noregi hvað hönnun sundlauga varðar m.a. vegna orkunotkunar og vistvænnar hönnunar. Sjá nánar hér.

Holmen-A4