Arkitektafélag Íslands hefur gert samning við Strætó um að bjóða félagsmönnum AÍ upp á samgöngukort Strætó. Arkitektafélagið vill með þessu sýna ábyrgð og hvetja til nýtingar á vistvænum samgöngum á leið til og frá vinnu og eða til ferða fyrir vinnuna.

Samgöngukort er 12 mánaða kort á verði 9 mánaða korts og gildir á stór-höfuðborgarsvæðinu.  Innifalið í samgöngukorti Strætó er aðgangur að Zipcar sem er deilibílaþjónusta. Þeir sem eru með samgöngukort Strætó geta nálgast Zipcar bíla víðsvegar um borgina til að nýta í stuttar ferðir þegar þannig liggur við. Hægt er að bóka Zipcar eftir þörfum með appi allan sólarhringinn og er bílnum skilað aftur á sama stæðið þegar notkun lýkur.

Til þess að kaupa samgöngukort gegnum Arkitektafélag Íslands sendir þú nafn og kennitölu á netfangið ai@ai.is. Skrifstofa AÍ mun opna strax aðgang fyrir þig á þeim tíma þegar skrifstofan er opin (virka daga kl. 9.00-13.00).

Sum fyrirtæki bjóða upp á samgöngustyrk en það er skattfrjáls styrkur, að hámarki 8.000 kr. fyrir það að koma til vinnu með öðrum hætti en einkabíl. Til þess að geta fengið slíkan styrk þarf starfsmaður að gera undirritaðan samning við sitt fyrirtæki um að nýta sér þess háttar ferðamáta. Við hvetjum félagsmenn AÍ að athuga hvort sitt fyrirtæki bjóðu starfsmönnum sínum samgöngustyrk.

Frekari upplýsingar um samgöngukortið