Arkitektafélag Íslands hlaut í gær 2.000.000 kr styrk úr Miðborgarsjóði Reykjavíkurborgar. Styrkurinn mun fara í að búa til myndbönd um arkitektúr í miðborg Reykjavíkur og kynna þannig arkitektúr fyrir öllum íbúum borgarinnar /landsins sem og vonandi fyrir ferðamennina sem hingað koma til lands. Myndböndin eru hugsuð fyrir netmiðla/samfélagsmiðla og verða stutt og aðgengileg.

Í júlí síðastliðnum var stofnaður vinnuhópur um verkefnið sem í eru Bjarki Gunnar Halldórsson (ritnefnd AÍ), María Gísladóttir (ritnefnd AÍ) og Gerður Jónsdóttir (framkvæmdastjóri AÍ). Nú þegar styrkurinn er orðinn ljós verður farið á fullt í að skipuleggja verkefnið frekar.

Samkvæmt stefnu Arkitektafélagsins frá 2016 á að auka kynningu á arkitektúr, jafnt út á við sem inn á við. Þessi styrkur mun koma að virkilega góðum notum og verða okkur gott veganesti til frekari kynningar á íslenskum arkitektúr.