Á HönnunarMars í ár langar Arkitektafélagið að bjóða landsmönnum upp á göngur með félagsmönnum um ný svæði/hverfi (byggt eftir 2010) sem þeir sjálfir hafa gegnt lykilhlutverki við að hanna. Göngurnar eru hugsaðar fyrir alla þá sem hafa áhuga á umhverfi okkar og samfélagi. Göngurnar eru ekki bundnar við Reykjavík.

Hvernig hefur þú mótað borgina? 

Til að þetta geti átt sér stað þurfum við þátttöku okkar félagsmanna. Hvort sem þið kjósið að vera ein, í pörum eða fleiri þá hvetjum við ykkur til að kynna svæði/hverfi sem þið átt þátt í að hanna.

Hvar og hvenær?

HönnunarMars 2019 fer fram 28. mars (fim) – 31.mars (sun). Göngurnar yrðu farnar laugardaginn 30. mars og sunnudaginn 31. mars milli kl. 11.00-12.00.

Vertu með og sendu póst á Gerði Jónsdóttur, gerdur@ai.is, með upplýsingar um gönguna sem þú vilt fara.

Arkitektar í félaginu buðu síðast upp á arkitektagöngur á Aljóðlegum degi arkitektúrs í október síðastliðnum. Göngurnar voru vel heppnaðar og mjög vel sóttar. Ef einhverjar spurningar vakna, þá ekki hika við að hafa samband með því að senda póst á gerdur@ai.is.

Með von um að þið takið vel í þetta og hjálpið til við að kynna arkitektúr fyrir landsmönnum öllum!