Arkitektafélagið bauð upp á fjórar spennandi göngur á HönnunarMars í ár. Stofurnar sem tóku þátt í ár voru Gláma Kím, Úti og Inni, Gríma arkitektar og PKdM og gengu þær um svæði sem þær hafa gegnt lykilhlutverki í að hanna. Gláma Kím gekk um Naustreitinn, Úti og inni um Frakkastígsreitinn, Gríma um Einholt/Þverholt og PKdM um Hafnartorg. Mæting var góð og stemningin jafnvel betri! Hérna eru nokkrar ljósmyndir frá göngunum

.