Í ár verður arkitektúr fyrirferðamikill á Design Diplomacy, en Design Diplomacy er nú hluti af dagskrá HönnunarMars annað árið í röð. Hugmyndin að Design Diplomacy, sem á rætur sínar að rekja til Hönnunarvikunnar í Helsinki, snýst um að sendiherrar bjóða gestum heim og stofna til opins samtals milli hönnuða um starf þeirra og önnur hönnunartengd málefni.

Sendiherrar sex ríkja á Íslandi taka þátt í dagskránni í ár og eru fjórir af þeim sem bjóða upp á samtal um arkitektúr. Hver viðburður fer þannig fram að hönnuður frá landi gestgjafans ræðir við íslenskan kollega sinn með aðstoð spurningaspjalda sem ætlað er að til að leiða til áhugaverðs samtals.

Dagskráin í ár er gríðarlega glæsileg og flott og hérna má sjá þá arkitekta sem eru leiddir saman í ólíkum sendiráðum eða sendiherrabústöðum.

Bandaríska sendiráðið-Leena Cho og Þráinn Hauksson

Kanadíski sendiráðsbústaðurinn-Rami Bebawi og Borghildur Sturludóttir

Norski sendiherrabústaðurinn-Reiulf Ramstad og Hrólfur Cela 

Sænski sendaherrabústaðurinn-Rahel Belatchew og Steinþór Kári Kárason

Aðgangur á viðburðina krefst skráningar og fer skráning fram HÉR