Í samkeppnum á vegum eða í samvinnu við A.Í. er of oft ekki dæmt í samræmi við verkefnalýsingu og verkefnalýsing  villandi og umsagnir um tillögur ekki vel rökstuddir. Auk þessa eru forsendur oft ekki í samræmi við væntingar í verkefnalýsingu. Hér liggur ábyrgðin oftast hjá útbjóðanda samkeppni og ekki við A.Í. að sakast. Jafnvel er stærðarlýsing og verkefnalýsing ekki gerð með aðkomu A.Í.

Verðlaunaðar, innkeyptar tillögur og útnefndar athyglisverðar tillögur eru oft oflofaðar á kostnað annarra tillagna, sem oft fá niðraðandi, lítilsvirðandi og illa grundaðir umsagnir. Þetta lýsir óöryggi dómnenfndar og viðleitni til að réttlæta val sitt. Umsagnir í útgefnu efni um niðurstöður, hefur ekkert gildi nema tillögur fylgi með umsögn og þá tillagan í heild sinni en ekki í bútum. Að öðrum kosti eru þær einskis virði og í besta falli villandi!

Dómnenfnd ber alltaf að hafa í huga að samkeppni er ekki próf og  og dómnefndarmenn eru ekki prófdómendur, Tillöguhöfundur eru að svara ákveðinni spurningu á eigin forsendum með hliðsjón af verkefnalýsingu. Annars hefði samkeppni ekkert gildi. Þátttkendur er of  ragir að mæta við gegnumgang til að gagnrýna störf dómnefndar þrátt fyrir ofannefnda vankanta.

Alltaf ber að huga í  að önnur dómnefnd gæti komist að allt annarri niðurstöðu en valin dómnefnd. Þess vegna er val í dómnefnd, verkefnalýsing fyrir utan sjálft viðfangsefnið grundvallaratriðin um hvort menn fýsir að taka þátt í samkeppni eða ekki. Leitast skal við að aldursdreifa í vali á dómnefndarmönnum og valið ákveðið á félagsfundi og/eða að minnsta kosti kynnt félagsmönnum til að gera athugasemdir við, ef þeir óska svo. Við val í sæti hefur framgangsmátinn annað hvort verið sá að skipa í sæti (A) eftir mati á þeim tillögum sem bestar þættu til að verða að raunveruleika eða (B) sú tillaga sem best þætti í hverri megingerð (prinsippi).

A .Valin tillaga  væri þá skipað í fyrsta sæti sem best þætti af öllum dómteknum tillögum.  Tillaga í skipuð í annað  sæti færi þá í fyrsta sæti, ef áðurnefnda fyrsta verðlaunatillaga hefði ekki borist og sama gilti þá um þriðju verðlaun, sem færi í  fyrsta ef fyrrnefndar  tvær tillögur hefðu ekki borist í samkeppnina.

B. Sú tillaga sem dómnefnd skipar í  fyrsta sæti, er þá ein megingerð (prinsipp), í annað er sæti er önnur megingerð og í þriðja enn ein megingerðin og að áliti dómenfndar þær bestar  í þessum megingerðum.

Innkeyptar tillögur .  Innkeyptar tillögur geta fylgt hvorri reglunni sem er , en þá á að tilkynna hvorri nálguninni A eða B verður fylgt í samkeppnislýsingu. Sama gildir um A og B að þessu leyti.

Athyglisverð tillaga. Samkeppnisþátttakandi  fylgir forsendum samkeppni eða setur sér  eigin forsendur  við lausn samkeppnisverkefnis. Tillagan er valin vegna þess, sem tilnefningin segir: athyglisverð.

Um nálgun A.Nálgun A í sætaskipun ætti að vera sú nálgun sem dæmt er eftir. Niðurstaða í dómnefnd er alltaf einungis í hendi dómnenfndar og þátttakandi undirgengst niðurstöðuna , ef allt annað er með felldu. Hann reynir að sannfæra dómnefnd um ágæti tillögu sinnar í fyrsta sæti að öðru jöfnu.

Um nálgun B. Ef þátttakandi velur nálgun B  bara til þess að hljóta sæti annars staðar en það fyrsta, skekkir slíkt niðurstöðu og gæði í samkeppni. Þátttakandinn fer ekki að eigin sannfæringu vegna þessa og ef dómnefndin fylgir nálgun B rýrir hún gildi samkeppna.

Um: “Athyglisverð tillaga”. Þáttakandi getur ákveðið að senda inn tillögu til að  hljóta útnefninguna “athyglisverð tillaga” vegna þess að tillagan á erindi að hans dómi og gæti eftir atvikum verið grundvöllur framkvæmda og er það í samræmi við núgildandi samkeppnisreglur A.Í.  .Bæði þátttakandinn, dómnefnd og ekki síst aðrir þátttakendur gætu farið sáttir frá borði.

Mjög æskilegt er að fá erlenda arkitekta í dómnefnd. Gæta skal að því kunningja eða vinasamband hafi ekki óæskileg áhrif við valið.Myndina af sólfarinu eftir Jóna Gunnar og sólinni tók ég seint í ágúst síðastliðin.

Björn H. Jóhannesson

Reykjavík  24.september 2010