Hvernig hefur arkitektúr átt þátt í að móta samfélagið og einstaklinga innan þess?

Í október mun Óskar Örn Arnórsson, arkitekt og doktorsnemi í sögu arkitektúrs við Columbiaháskólann í NY, halda námskeið við Endurmenntun Háskóla Íslands þar sem sögð verður saga arkitektúrs á Íslandi með tengingu við alþjóðlega samtímastrauma í arkitektúr, listum, bókmenntum og heimspeki.  Skoðaðar verða einstaka byggingar og þær skoðaður út frá pólitík, hagfræði, kynjafræði, nýlendustefnu og stöðu Íslands í alþjóðlegu samhengi.

Námskeiðið verður haldið mánudaginn 21. október og fimmtudaginn 24. október kl. 16.30-19.00.

Skráning og frekari upplýsingar um námskeiðið má nálgast hér.