Bergstaðastræti 70 arkitekt Skarphéðinn Jóhannsson. Byggt 1959 friðlýst árið 2014.

Bergstaðastræti 70 arkitekt Skarphéðinn Jóhannsson. Byggt 1959 friðlýst árið 2014.

Ársfundur Minjastofnunar verður haldinn á Hótel Sögu, Kötlusal, föstudaginn 4. desember. Morgunverður í boði Minjastofnunar hefst kl. 8:00 og dagskrá fundarins kl. 8:30. Stendur fundurinn fram undir hádegi. Þema fundarins er hagsmunir eigenda friðlýstra menningarminja og samstarf þeirra og minjavörslunnar. Munu innlendir og erlendir aðilar halda erindi því tengd. Í fyrsta skipti mun Minjastofnun einnig veita minjaverndarverðlaun og endar dagskráin á pallborðsumræðum.

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn og er það gert rafrænt á eftirfarandi slóð: https://www.surveymonkey.com/r/arsfundurMI2015

Skráning stendur til hádegis föstudaginn 27. nóvember.

Dagskrá:
08:00 – Morgunverður hefst
08:30 – Forstöðumaður Minjastofnunar, Kristín Huld Sigurðardóttir, setur fundinn
08:45 – Arne Høi, skrifstofustjóri hjá Kulturstyrelsen í Danmörku
09:15 – Birthe Iuel, formaður BYFO í Danmörku
09:45 – Páll Bjarnason og Sigríður Harðardóttir, eigendur friðlýsts húss
10:05 – Minjaverndarverðlaun veitt
10:35 – Pallborðsumræður

Minjastofnun Íslands