HÖNNUNARMARS 18-21 MARS 2010
ARKITEKTAFÉLAG ÍSLANDS

Kæru félagsmenn AÍ
Nú styttist í hönnunarhátíðina kennda við marsmánuð.
Við hvetjum félagsmenn til að vera virka og taka þátt í dagskránni.

Arkitektafélagið mun að þessu sinni standa að ARKITEKTAMIÐSTÖР í samvinnu við
innanhússarkitekta (FHÍ) og landslagsarkitekta (FÍLA).

MIÐSTÖÐIN starfar meðan á HönnunarMarsinum stendur.  Þar mun verða rekinn bar / kaffihús með lifandi
stemmingu þar sem gestir og gangandi geta slakað á  í þægilegu andrúmslofti,  sem verður skapað  með ýmsum skemmtilegum arkitektamunum. Í MIÐSTÖÐINNI verður ma. boðið upp á :

Örfyrirlestra arkitekta (ca 10 mín)  Skyggnukynningar,  PP eða PDF.
Kaffispjall með arkitektum – arkitektar spjalla við gesti um verk sín eða hvað sem er.
Frá MIÐSTÖÐINNI verður farið í gönguferðir á milli arkitektastofa sem verða með opið hús, þetta verður gert á fyrirfram ákveðnum tímum til að hægt sé að hafa hverja stofu opna í takmarkaðri tima en gestir fleiri í hverri heimsókn.
Gangandi skyggnusýningar (PDF) þar sem öllum er velkomið að senda inn stutta lýsingu auk helstu verka.
Fræðsluerindi, kvikmyndasýningar, tónleikar og fleira og fleira.
Útbúið verður sérstakt kort af bænum þar sem allir viðburðir arkitekta verða merktir inn auk staðsetninga og
gönguleiða.

ARKITEKTALíKÖN
Einnig er fyrirhugað að koma fyrir arkitektalíkönum í verslunum um allan laugarveginn. Við lýsum því eftir líkönum stórum, smáum, gömlum og nýjum. Hjá líkönunum verður að finna dagskrá arkitekta á hönnunarmars.

m3 SÝNING
Arkitektar sýna eigin verk á afmörkuðu rými sem nemur um 1m3.  Þáttakandi fær frjálsar hendur innan þess rúmmáls sem þáttakandi fær úthlutað.

Kæru félagar, vinsamlegast skráið ykkur í eftirfarandi:

Örfyrirlestra
Fyrirlestra
Kaffispjall
Að senda inn gögn fyrir gangandi skyggnulýsingu (PDF)
Opnar teiknistofur
Möguleiki á viðveru
Arkitektalíkön
M3 sýning

Hægt er að sækja áskorunina sem PDF skjal hér.

Sendið tölvupóst á Laufey Agnarsdóttir – laufey.a@gmail.com þar sem tekið er fram í hverju þér viljið taka þátt.
Skráning þarf að hafa borist fyrir 12 febrúar!
Markaðs og Dagskrárnefnd Matceanimonwealth