Hönnunarmiðstöð Íslands stendur fyrir HönnunarMars dagana 18. – 21. mars 2010. HönnunarMarsinum er ætlað að vekja athygli á íslenskri hönnun innanlands sem utan. Dagskráin samanstendur af sýningum, kynningum fyrirlestrum, opnum húsum, skoðunarferðum og fleiru.

Það eru íslenskir hönnuðir sem bera uppi dagskrána en þeim er öllum heimilt að taka þátt og skrá viðburð sinn í hana.

Aðildarfélög Hönnunarmiðstöðvarinnar sjá um að halda utan um dagskrá sinna félagsmanna. . Pitlitipifec .