Laust er starf byggingar- og skipulagsfulltrúa í Kjósarhreppi. Leitað er eftir öflugum og hæfum einstaklingi sem hefur áhuga á starfi á þessu sviði. Um er að ræða hlutastarf. Starfsmaðurinn fer með framkvæmd byggingar- og skipulags skipulagsmála samkvæmt lögum og sinnir verkefnum í samstarfi við skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins sem starfar í umboði hreppsnefndar ásamt því að vinna náið með oddvita/sveitarstjóra.

Helstu verkefni:

 • Móttaka skipulags- og byggingarerinda
 • Undirbúningur og eftirfylgni funda skipulagsnefndar
 • Úttektir, mælingar og vettvangsathuganir
 • Útgáfa byggingarleyfa, framkvæmdaleyfa og stöðuleyfa
 • Umsagnir vegna útgáfu rekstrar og/eða starfsleyfa
 • Yfirferð uppdrátta Skráning fasteigna og stofnun lóða
 • Umsjón með skjalavistun er varðar skipulags og byggingarmál og tryggja virkni gæðakerfis byggingarfulltrúa

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu fullnægja menntunar- og hæfniskröfum 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010.
 • Þekking og reynsla af skipulags- og byggingarmálum ásamt opinberri stjórnsýslu er æskileg.
 • Mikilvægt er að umsækjandi hafi iðnmenntun í byggingariðnaði sem bakgrunn.
 • Góðir samskiptahæfileikar eru nauðsynlegir.
 • Skipulögð og fagleg vinnubrögð.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Laun og önnur starfskjör eru samningsatriði.
Nánari upplýsingar veitir oddviti í síma 566 7100. Umsóknir ásamt fylgigögnum skal senda á netfangið: oddviti@kjos.is.
Umsóknarfrestur er til 5. nóvember 2018.