barnamenning

 

Það er kominn tími til að huga að Barnamenningarhátíð 2017! Kynningarfundur verður haldinn 10. nóvember í Laugalækjaskóla klukkan 15:00. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í hátíðinni ættu ekki að missa af þessum fundi.

 

Fundurinn er skipulagður með það í huga að kynna hátíðina, fara yfir mikilvægar dagsetningar og upplýsingar. Kynna leiðir til þátttöku, tengja saman mögulega samstarfsaðila og leggja línur fyrir metnaðarfulla hátíð.

 

Barnamenningarhátíð er vettvangur fyrir menningu barna, með börnum og fyrir börn.  Hún fer um öll  hverfi borgarinnar og rúmar allar listgreinar og annað sem að börnum og menningu þeirra snýr. Hátíðin hefur það að markmiði að auka framboð af menningarviðburðum fyrir börn og um leið efla umræðu um barnamenningu í samfélaginu og í fjölmiðlum.

 

Ef þú hefur hug á að koma á fundinn biðjum við þig að smella hér og ýta á „going“.

 

Með tilhlökkun,

 

Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri bjorg.jonsdottir@visitreykjavik.is

Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri harpa.rut.hilmarsdottir@reykjavik.is

Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, verkefnastjóri ally@visitreykjavik.is

 

P.s. Við hvetjum þig einnig til þess að „like“-a við Facebooksíðuna Barnamenningarhátíð í Reykjavík.

 

(Sett á vef 2. nóv 2016)