Barnamenningarverkefni – List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.
Á þennan hátt er menningarframboð aukið og stuðlað að samstarfi listamanna og listahópa með börnum og ungmennum landsins þar sem gæði og fagmennska eru höfð að leiðarljósi en listviðburðirnir skulu í öllum tilfellum vera unnir af fagfólki og bestu mögulegu gæðum.
Leitast er við að gera allar listgreinar sýnilegar innan verkefnisins eins og kostur er.
Á heimasíðunni er ætlunin að hafa tengla á þær menningarstofnanir sem koma að menningu barna og ungmenna.
(Sett á vef 29. ágúst 2016)