BHM

Arkitektar geta sótt um inngöngu í Arkitektafélagið gegnum BHM (Bandalag háskólamanna). Til að ganga í BHM í gegnum AÍ er mikilvægt að tilkynna vinnuveitanda sínum það sem og tilkynna það Arkitektafélaginu með því að senda tölvupóst á ai@ai.is eða með því að fylla út umsókn og haka við Innganga að kjaradeild á umsóknareyðublaðinu.

Bandalag háskólamanna var stofnað árið 1958 og er bandalag 26 fag- og stéttarfélaga háskólamenntaðs fólks á íslenskum vinnumarkaði. Félagsmenn aðildarfélaga bandalagsins voru rúmlega 13.000 talsins um mitt ár 2018.

Hlutverk BHM er að:

  • Styðja við starf aðildarfélaga.
  • Efla þekkingu félagsmanna á kjara- og réttindamálum.
  • Móta sameignlega stefnu félaganna í hagsmunamálum þeirra.
  • Semja um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál skv. umboði.
  • Gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart stjórnvöldum.
  • Hafa frumkvæði að umræðu um háskólamenntun og stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði.
  • Vinna reglulega greiningu á launaþróun á vinnumarkaði til undirbúnings kjaraviðræðna.
  • Eiga samstarf við systursamtök háskólamenntaðra og önnur sambærileg samtök erlendis.

BHM

Til að sækja um hjá sjóðum BHM og skoða stöðu hjá sjóðunum.