Í tilefni af Alþjóðlegum degi arkitektúrs slær Fréttatíminn upp viðtali við Björn Guðbrandsson arkitekt um nauðsyn fyrir aukna umhverfisvitund í byggingariðnaði.
Screen Shot 2015-10-05 at 10.38.37
Björn Guðbrandsson, arkitekt hjá Arkís og einn höfunda bókarinnar „Val á vistvænum byggingarefnum“, segir aukna umhverfisvitund nauðsynlega nú á tímum þegar allt að 40% orkunotkunar og losunar gróðurhúsalofttegunda megi rekja til byggingariðnaðar. Aukin sjálfbærni og rétt val á efnum séu grundavallaratriði allrar hönnunar í dag. Rannsóknir sýni auk þess að vistvænar byggingar skapi heilnæmara umhverfi sem hefur jákvæð áhrif á heilsu okkar.

 

Tölur sýna að þrátt fyrir að einungis um 7% fólks í heiminum starfi við byggingariðnað og hlutur hans í vergri landsframleiðslu sé ekki nema um 10% megi rekja um helming nýtingar náttúruauðlinda og allt að 40% orkunotkunar og útblásturs gróðurhúsalofttegunda til byggingariðnaðar. Þetta eru rosalegar tölur.

 

SJÁ NÁNAR