Reykjavíkurborg og Veitur hafa tekið höndum saman um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna (BGO) í Reykjavík en það felst í því að veita ofanvatni á náttúrulegan hátt niður í jarðveginn í stað þess að veita því í hefðbundin fráveitukerfi. Innleiðing þessara lausna þýðir að allir verktakar og hönnuðir verða að gera ráð fyrir slíkum lausnum í umhverfinu við allar framkvæmdir borgarinnar.

Núna í haust býður endurmenntun upp á tvö námskeið sem lið í uppbyggingu þekkingar á sviðið BGO, annarsvegar Introduction to SuDS  og svo Designing SuDS. Mælt er með að taka þau í tímaröð.

Introductin to SuDS verður haldið mánudaginn 24. september kl. 8:30-16:00 og Designing SuDS verður haldið þriðjudaginn 27. og miðvikudaginn 28. nóvember kl. 9:00-17:00. Kennarar

Frekari upplýsingar um námskeiðin og skráning 

Vekjum athygli félagsmanna að stéttarfélög veita styrki til endurmenntunar.