Ljóstæknifélagið býður félagsmönnum AÍ í bíó fimmtudaginn 1. febrúar á heimildamyndina: ,,The Perfect light“

Í tilefni af sýningu myndinnar munu, Martin Lupton og Sharon Stammers í Light Collective, höfundar og framleiðendur myndarinnar koma til landsins, kynna myndina, gerð hennar og stýra umræðum og spurningum gesta sem skapast eftir sýningu.

Myndin var frumsýnd á haustmánuðum í París, New York, Berlín, Mílanó og London og nú Reykjavík!

Viðburðurinn er partur af dagskrá Vetrarhátíðar og er ætlaður hverjum þeim sem hefur áhuga á ljósi, nýjungum í lýsingu, LED, hönnun, lýsingarhönnun og arkitektúr og verður opinn öllum.

Viðburðurinn er tilvalinn til að efla umræðu um lýsingarhönnun, hlutverk lýsingarhönnuða, samskipti við aðra hönnuði, nýjungar í lýsingargeiranum og LED byltinguna.

Dagskrá

16:30 Gestir boðnir velkomnir og kynning á myndinni
17:00 THE PERFECT LIGHT – 35mín.
17:40 Umræða eftir myndina með Martin og Sharon í Light Collective
18:00 Viðburði lokið

Hvar:
Kjallarinn, Hard Rock Café Reykjavík

Hvenær:
Fimmtudaginn 1.febrúar kl. 16:30.

Viðburðurinn á vef Ljóstæknifélagsins