Nú í sumar hafa verið gefnar út tvær bækur um arkitektúr og skipulagsmál hér á landi. Í byrjun júní gaf Skrudda út bókina Reykjavík á tímamótum eftir Bjarna Reynisson og í byrjun júlí kom út bókin Snert á arkitektúr eftir Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur með ljósmyndum Daniels Reuters í útgáfu Lisaháskóla Íslands.

Í bókinni Reykjavík á tímamótum fékk Bjarni Reynisson rúmlega 30 fræðimenn á ýmsum sviðum til að fjalla um uppbyggingu í miðbænum, byggingu nýrra hverfa og breytingar á eldri hverfum. Einnig er fjallað um umhverfismál, húsnæðismál og hagfræðileg viðfangsefni sem tengjast borgarskipulagi. Jafnframt er fjallað um áætlanir sem uppi eru um breytingar á samgöngum og aðra þætti sem snerta alla íbúa borgarinnar.

Snert á arkitektúr-Hugmyndir og frásagnir af íslenskum arkitektúr við upphaf 21. aldar eftir Sigrúnu Ölbu fjallar um arkitektúr í samtímanum, hlutverk arkitekta, hugmyndir og verk íslenskra arkitekta. Eins og virki arkitektúrs skoðuð, áhrif hans á náttúru, umhverfi, samfélag, samskipti og hegðun fólks. Við gerð bókarinnar bók Sigrún ítarleg viðtöl við átta arkitekta og umhverfishönnuði sem hafa haft umtalsverð áhrif á áherslur og stefnu í íslenskum arkitektúr á síðustu árum.

Virk umræðu um arkitektúr og skipulagsmál eru faginu gríðarlega mikilvæg og það er gleðilegt að tvær bækur um efnið hafið komið út núna í sumar.