Borgarbyggð leitar eftir sérfræðingi til þess að taka þátt í að efla þjónustu sveitarfélagsins. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin til að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.

Viðkomandi mun starfa í samræmi við hlutverk skipulagsfulltrúa í skipulagslögum. Auk þess mun viðkomandi hafa eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum og vinna með skipulagsáætlanir.

Viðkomandi mun heyra undir stjórnsýslu- og þjónustusvið Borgarbyggðar, næsti yfirmaður er deildarstjóri skipulags- og byggingarmála.

Umsóknarfrestur rennur út 30. september 2020.

Erum við að leita að þér? Frekari upplýsingar um starfið