Kynning á vinnslutillögum Borgarlínunnar fór fram 7. júní síðastliðinn en í svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 er kveðið á um að sveitarfélögin í samvinnu við Vegagerðina skuli ákveða legu Borgarlínu og festa í svæðisskipulagi með sérstakri breytingu. Með Borgarlínunni mun flutningsgeta á milli sveitarfélaganna aukast og hún gerir það kleift að mæta tæplega 40% fjölgun íbúa og fjölgun ferðamanna án þess að álag á stofnvegnakerfið aukist í sama hlutfalli. Höfuðáhersla svæðisskipulagsins Höfuðborgarsvæðið 2040 er að vöxturinn á skipulagstímabilinu verði hagkvæmur og ekki verði gengið á umhverfisgæði þeirra sem búa fyrir á höfuðborgarsvæðinu

AÍ styður aðgerðir sem miða að því að auka vægi almenningssamgangna og hvetja þannig til vistvænni ferðamáta. AÍ telur mjög mikilvægt að í allri hönnun á Borgarlínunni sé hugað vel að hönnun borgarumhverfisins. Kjarnastöðvar ættu að verða vettvangur vandaðs arkitektúrs og verða þannig arkitektónískar gersemar í borgarumhverfinu.

Við hvetjum alla félagsmenn AÍ að kynna sér verkefnið og nota fagþekkingu sína og reynslu til að til að hafa áhrif á mótun verkefnisins.

Lögð er fram til forkynningar vinnslutillaga vegna breytinga á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 sbr. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vinnslutillagan felst í að festa legu samgönguása fyrir Borgarlínu og að skilgreina viðmið um uppbyggingu á áhrifasvæðum.

Óskað er eftir því að umsögn berist fyrir 21. júní 2017. Erindi skal stíla á Samtök sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu, Hamraborg 9, 200 Kópavogi. Einnig er hægt að senda umsögn í tölvupósti í netfangið ssh@ssh.is

Frekari upplýsingar um Borgarlínuna er að finna á vefsíðunni:

www.borgarlinan.is