Í tilefni af opnun sýningarinnar BORGARVERAN, sem opnaði í Norræna húsinu 24. maí sl., viljum við vekja athygli á veglegri viðburðadagskrá sem fram fer í húsinu í vikunni. Viðburðirnir eiga það sammerkt að fjalla um viðfangsefni sýningarinnar, þ.e. hvernig við sköpum betri borgir og hvernig bæjarumhverfið mótar okkur.
Allir eru velkomnir á viðburðina í Norræna húsinu og aðgangur er ókeypis.
Málþing: Nordic Built Cities samkeppnin
Vinningstillögur allra Norðurlandanna úr Nordic Built Cities verða kynntar, en samkeppnin er ein sú stærsta sem haldin hefur verið á Norðurlöndum á sviði skipulagsmála.
Þriðjudaginn 30. maí, kl. 14:30-17:00
Eftir málþingið opnar sýning á norrænu vinningstillögunum, kl. 17:00.
Málþingið er haldið í samstarfi við Nordic Built Cities / Nordic Innovation.
Sjá nánari dagskrá hér.
FUTURE PRACTICE of design and architecture: Fyrirlestur og umræður með Rory Hyde
Rory Hyde, arkitekt, sýningarstjóri og höfundur
Miðvikudaginn 31. maí, kl. 20:00-21:30
Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Listaháskóla Íslands.
Sjá nánar um viðburðinn hér. Nánar um Rory Hyde á www.roryhyde.com
Fyrirlestur: Good cites=happy people
Alexandria Algard arkitekt og formaður norska arkitektafélagsins
Fimmtudaginn 1. Júní, kl. 18:00-19:00
Arkitektafélag Íslands stendur fyrir viðburðinum, sjá hér. 

Nánar um sýninguna BORGARVERAN:
BORGIN er samofin sigrum og ósigrum við að beisla vatn, ljós og hita. Afurð framsækinna hugmynda síðustu aldar liggur nú undir fótum okkar í margbrotnum kerfum þangað sem hugurinn leitar sjaldan.
Á sýningunni eru þessir innviðir dregnir fram í dagsljósið ásamt náttúrulegum innviðum borgarinnar og settir í samhengi við litina og lífið í borginni. Breytilegum hugmyndum okkar um borgina er velt upp og því hvernig upplýsinga- og fjarskiptatækni hefurgjörbreytt daglegu lífi í borg nútímans. Eldri ramtíðarhugmyndir og draumar um borgina sem birtast í gömlum módelum og teikningum eru sett í samhengi og samtal við valin verk samtímahönnuða og myndlistarmanna. Ólíkir miðlar, skissur, tæki og tól til kortlagningar varpa ljósi á fjölbreytt og tengd kerfi og aðferðir sem geta mótað heildræna sýn fyrir borgina sem verður: Hvernig verður daglegt líf í borg framtíðarinnar?
Meðal höfunda verka á sýningunni eru:
Arkibúllan (IS)
Bêka & Lemoine (FR/IT)
Einar Þorsteinn Ásgeirsson (IS)
Hildur Bjarnadóttir (IS)
Hreinn Friðfinnsson (IS)
Jan Gehl (DK)Jón Þorláksson (IS)
Krads arkitektar (IS/DK)
Ragnar Kjartansson (IS)
Sigrún Thorlacius (IS)
Sigurður Guðmundsson (IS)
Úti og inni arkitektar (IS)
Þórunn Árnadóttir (IS)
Sýningarstjóri er Anna María Bogadóttir arkitekt.

Sýningin stendur fram á haust 2017 og boðið verður upp á fjölbreytta viðburði allt sýningartímabilið. Sýningin og viðburðadagskráin sem henni tengist byggir á samstarfi við m.a. Listaháskóla Íslands, Nordic Built Cities, Reykjavíkurborg og Skipulagsstofnun.

Nánari upplýsingar veitir:
Kristín Ingvarsdóttir
kristini@nordichouse.is
Sími: 551-7032