Hvers vegna erum við með CE-merkingar á byggingarvörum og hvaða tilgangi gegna þær? Fjallað verður um gildandi lög og reglur um byggingarvörur og tengsl þeirra við mannvirkjalög og byggingarreglugerð. Farið verður yfir hlutverk og skyldur framleiðanda, söluaðila, hönnuða, byggingarstjóra og eigenda.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Fyrir hvað stendur CE-merkið.
• Gildandi lög og reglur um byggingarvörur og tengsl þeirra við mannvirkjalög og byggingarreglugerð.
• Hlutverk og skyldur framleiðanda.
• Hlutverk og skyldur söluaðila.
• Hlutverk og skyldur hönnuða.
• Hlutverk og skyldur byggingarstjóra.
• Hlutverk og skyldur iðnmeistara.
• Hlutverk og skyldur eigenda.

Ávinningur þinn:

• Betri yfirsýn yfir gildandi reglur.
• Skilningur á því hvað felst í CE-merkingum byggingarvara.
• Þekking á hlutverkum, ábyrgð og skyldum aðila.

Fyrir hverja:

Námskeiðið nýtist öllum þeim sem koma að sölu, kaupum og meðhöndlun á byggingarvörum, s.s. framleiðendum, söluaðilum, hönnuðum, byggingarstjórum,iðnmeisturum og eigendum.

Kennsla:

Benedikt Jónsson, verkfræðingur hjá Mannvirkjastofnun og Inga Þórey Óskarsdóttir, lögfræðingur hjá Mannvirkjastofnun.

Námskeið í byggingarvörum og CE-merkingum verður haldið þriðjud. 5. desember. kl. 9:00 – 12:00, en snemmskráningarfrestur er til 25. nóvember. 

Í samstarfi við Mannvirkjastofnun

Upplýsingar og skráning