Umhverfis- og skipulagssvið leitar að deildarstjóra á deild frumathugana á skrifstofu framkvæmda og viðhalds mannvirkja. Deildin sér um frumathuganir vegna mannvirkjagerðar, sem og forsagnar- og greiningarvinnu.
Starf deildarstjóra felur í sér faglega og leiðandi uppbyggingu á viðkomandi málaflokki en unnið er að umhverfisvottun nýbygginga Reykjavíkurborgar og að hönnun sé almennt unnin í hugmyndafræði BIM (upplýsingalíkön mannvirkja) auk þess sem LCC greining er viðhöfð við kostnaðargreiningu líftímakostnaðar nýbygginga.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Gerð frumathugana bygginga, valkosta og umsagna í samráði við fagsvið borgarinnar.
• Utanumhald verkefna á sviði frumathugana, áætlunargerðar og hönnunar.
• Umsjón með undirbúningi, þarfagreiningu, rýmisgreiningu, forsögn mannvirkja og frumkostnaðaráætlana.
• Innleiðing BIM og vistvænna áherslna í verkefnum sviðsins.
• Umsjón með hönnunarsamkeppnum sem falla undir verkefni deildarinnar.
• Aðkoma að gerð hönnunarsamninga og rýni útboðsgagna.
• Minni skipulags- og hönnunarverkefni tengd breytingum, viðbyggingum, viðhaldsverkefnum o.fl.
• Fjölbreytt ráðgjöf og samskipti við íbúa, verkfræðistofur og verktaka og svara fyrirspurnum og erindum.
• Samskipti við önnur svið borgarinnar og þátttaka í vinnuhópum og frumkvæðisverkefnum sviðsins.

Hæfniskröfur

• Háskólapróf á sviði arkitektúrs og framhaldsmenntun í fagi er áskilin.
• Leiðtogahæfni, afburða hæfni í samskiptum og ríkir skipulagshæfileikar.
• Reynsla af faglegri forustu á sambærilegu starfssviði.
• Reynsla af verkefnastjórn og mannaforráðum.
• Þekking á gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætlana.
• Þekking á skipulags- og byggingarlögum og viðkomandi reglugerðum er kostur.
• Þekking á notkun hönnunarhugbúnaðar og á forritum vegna myndrænnar framsetningar efnis er kostur.
• Þekking á BIM og á hugmyndafræði vistvænnar hönnunar er kostur.
• Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að setja fram ritað mál.

Fyrirspurnum skal beina til Ámunda V. Brynjólfssonar skrifstofustjóra framkvæmda og viðhalds mannvirkja Amundi.V.Brynjolfsson@Reykjavik.is eða til Hólmsteins Jónassonar mannauðssérfræðings Holmsteinn.Jonasson@Reykjavik.is.

Frekari upplýsingar um starfið og hlekkur á umsókn