Mannvirkjastofnun hefur sett á vef sinn drög að nýrri leiðbeiningu. Hagsmunaaðilum er gefinn kostur á að kynna sér efni leiðbeininganna og senda Mannvirkjastofnun athugasemdir, leiðréttingar og viðbætur. Hagsmunaaðilar fá 30 dagar til að bregðast við frá og með 7. janúar 2019.

Slóðin að leiðbeiningunum er: http://www.mannvirkjastofnun.is/byggingar/leidbeiningar-vid-byggingarreglugerd-112-2012

Reglugerðarbreytingin er mestmegnis til samræmingar eða nánari útfærslu á breytingu á lögum nr. 160/2010, um mannvirki, sem tóku gildi í júní sl. Vakin er sérstök athygli á nýju hugtaki, „stöðuskoðun“, sem er eftirlit byggingarfulltrúa með áfangaúttektum byggingarstjóra, en frá og með 1. janúar 2019 gera byggingarstjórar sjálfir áfangaúttektir í stað byggingarfulltrúa. Stöðuskoðun er framkvæmd samkvæmt skoðunarhandbókum og listum.

Þá er einnig að finna ákvæði um breytingar á fyrirkomulagi bílastæða hreyfihamlaðra í 6.2.4. gr. byggingarreglugerðar (26. gr. breytingarrgl.) sem og tengibúnaðar vegna hleðslu rafbíla við annað húsnæði en íbúðarhúsnæði sbr. 6.8.1. gr. byggingarreglugerðar (27. gr. breytingarrgl.).

Samsett byggingarreglugerð hefur verið uppfærð á heimasíðunni og má finna hér. Þá er stefnt að því að láta prenta út nýja útgáfu af byggingarreglugerðinni og verður nánari dagsetning tilkynnt síðar.

Leiðbeiningar verða gefnar út af hálfu Mannvirkjastofnunar á næstunni.

Samkvæmt 1. tölulið 5. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og ákvæðum byggingarreglugerðar nr.112/29-012 með síðari breytingum annast Mannvirkjastofnun gerð leiðbeininga um nánari framkvæmd byggingarreglugerðar í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og aðra hagsmunaaðila.