Félagsmálaráðuneytið birti drög að reglugerð um hlutdeildarlán til umsagnar en hlutdeildarlán eru lán sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun veita þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og þeim sem ekki hafa átt íbúðarhúsnæði síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Umsóknarfrestur er frá 6. október til 20. október.

Þar er m.a. fjallað um skilyrði hludeildarlána, svo sem hagkvæmni, stærð og verð og ástand þeirra. Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér drögin og senda inn umsögn um málið inn á samráðsgáttina. Löggjöf um hlutdeildarlán tekur gildi 1. nóvember nk. og er ráðgert að fyrsta úthlutun hlutdeildarlána fari fram 20. desember nk.

Frekari upplýsingar um hlutdeildarlán

Hlekkur á samráðsgáttina

Í drögum um hlutdeildarlán er það fyrst og fremst kafli IV og VII sem félagsmenn gætu haft áhuga á að skoða.

Drög að reglugerð um hlutdeildarlán