Dagskrárnefnd Arkitektafélagsins kynnir:
Einn á stofunni
Við erum komin á algjört flug og teiknistofur keppast um að bjóða öðrum arkitektum í heimsókn til sín í einn kaldan. Nú hafa Hornsteinar tekið við keflinu og bjóða þeir kollegum í öl og með því í tilefni Þorrans. Herlegheitin fara fram á teiknistofu þeirra við Ingólfsstræti 5. föstudaginn 29. janúar frá klukkan 17 til 19.
Aðgangur er ókeypis, en allir þyrstir eru hvattir til að styrkja málefnið -fyrir hvern bjór- í þar til gerðan bauk á staðnum.
Bjóðum Þorrann velkominn, lyftum okkur upp í skammdeginum og heilsum upp á aðra arkitekta.
Ykkar,
Dagskrárnefnd.