Byggingarstaðlaráð boðar hér til fundar 23. maí nk. kl:13:00 – 14:00 um endurskoðun á  ÍST 51:2001 Byggingarstig húsa. AÍ óskar eftir fulltrúum til að sækja fundinn. Áhugasamir hafið samband með því að senda tölvupóst á ai@ai.is

Fram hafa komið ábendingar um að frá því staðallinn var gefin út hafa m.a. orðið þróun og breytingar framkvæmd við byggingar sem og byggingarefna og því ástæða til að meta efni staðalsins  út frá því. Á fundinum verður því rætt almennt um núverandi efni staðalsins með tilliti til hvort efni hans gefi tilefni til endurskoðunar. Í því sambandi er mikilvægt að fá sem flest sjónarmið frá notendum/hagsmunaaðilum staðalsins.

Eins verður kynnti á fundinum hvernig ferlið við endurskoðun fer fram þar sem m.a. fer fram eiginleg vinna við rýni á innihaldi staðalsins.

Fyrstu greinar staðalsins til upplýsingar.

1            Umfang og gildissvið

    1. Tilgangur

Staðall þessi kveður á um hugtök og skilgreinir byggingarstig húsa. Skilgreint er byggingarstig einstakra notaeininga (sjá gr. 2.10) og heilla bygginga samkvæmt þeim teikningum sem liggja fyrir.

Tilgangur staðalsins er að gera mönnum kleift á einfaldan hátt að lýsa framvindu byggingarframkvæmda. Staðallinn er hvorki efnislýsing, verklýsing né byggingarlýsing.

Hann má nota við opinbera skráningu á byggingarframkvæmdum.

1.2 Byggingarstig

Byggingarstig eru skilgreind fyrir einstakar notaeiningar.

Þau má einnig yfirfæra á mannvirki í heild. Eftirfarandi byggingarstig eru skilgreind:

Númer Heiti byggingarstigs

  • 1 Byggingarleyfi
  • 2 Undirstöður
  • 3 Burðarvirki reist
  • 4 Fokheld bygging
  • 5 Tilbúin til innréttingar
  • 6 Fullgerð án lóðarfrágangs
  • 7 Fullgerð bygging