Í mars síðastliðnum fékk Arkitektafélag Íslands inngöngu í Starfsþróunarsetur háskólamanna. Setrið er hluti af starfsemi BHM. Hlutverk Starfsþróunarsetursins er að stuðla að framgangi háskólamenntaðra félagsmanna BHM með því að veita félagsmönnum styrki fyrir skólagjöldum, námskeiðum, ráðstefnum og ferðakostnaði sem hlýst af náminu. Skilyrði fyrir því að nám sé styrkhæft er að það þarf að vera á háskólastigi eða viðurkennt/gæðavottað nám.

Hversu háan styrk geta einstaklingar sótt um?

Einstaklingar geta sótt um hámarksstyrk að upphæð 370.000 kr á 24 mánaða tímabili. Hægt er að sækja um styrk í sjóðinn eftir að greitt hefur verið í hann samfleytt í 6 mánuði.

Fer maður sjálfkrafa í Starfsþróunarsetrið ef maður er í BHM?

Þó Arkitektafélagið sé komið með inngöngu í Starfsþróunarssetrið þurfa einstaklingar að óska eftir því sérstaklega hjá sínum vinnuveitanda að hann greiði í sjóðinn fyrir sig. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta greitt í sjóðinn gegnum vefsíðu BHM. Gjöld í sjóðinn eru 0.7% af launum starfsmanna.

Frekari upplýsingar um sjóðinn má finna hér:

https://www.bhm.is/styrkir-og-sjodir/starfsthrounarsetur-haskolamanna/

Eins er hægt að senda fyrirspurnir til Arkitektafélagsins á netföngin ai@ai.is eða gerdur@ai.is