Endurmenntun Hí býður upp á námskeið í október þar sem farið er í gegnum alla hluti byggingarreglugerðarinnar og fyrirspurnum svarað. Við vekjum athygli félagsmanna á að stéttafélög veita styrki til endurmenntunar.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Gildissvið og markmið byggingarreglugerðar og stjórnsýslu sbr. lög um mannvirki.
• Aðgengismál.
• Tæknilegan hluta reglugerðarinnar.
• Skoðunarhandbækur og rafræna stjórnsýslu.

Ávinningur þinn:

• Aukinn skilningur og þekking á leikreglum í byggingariðnaði.
• Aukinn skilningur og þekking á skoðunarhandbókum.
• Aukinn skilningur og þekking á framtíð rafrænnar stjórnsýslu.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir hönnuði, eftirlitsmenn, verktaka, iðnmeistara, eigendur mannvirkja og aðra þá sem vilja kynna sér betur byggingarreglugerðina nr. 112/2012.

Kennsla:

Aldís Magnea Norðfjörð, sérfræðingur, Mannvirkjastofnun.
Ásta Sóley Sigurðardóttir, lögfræðingur, Mannvirkjastofnun.
Jón Malmquist Guðmundsson, fagstjóri bygginga, Mannvirkjastofnun.
Davíð S. Snorrason, fagstjóri, Mannvirkjastofnun.

Skráning og frekari upplýsingar