Arkitektafélagið óskar eftir hugmyndum frá félagsmönnum um þátttöku okkar á HönnunarMars 2018. Ert þú með góða hugmynd eða jafnvel frábæra hugmynd sem þú vilt deila með okkur og láta framkvæma?

Í ár stóðum við fyrir sýningunni Arkitektaskissur sem haldin var í Landsímahúsinu þar sem 13 arkitektar sýndu skissur af sínum verkum. Hún Guðrún Ragna Yngvadóttir arkitekt hélt utan um sýninguna fyrir A.Í. í ár og þökkum við henni kærlega fyrir óeigingjarnt starf. Sendu þína hugmynd á gerdur@ai.is