Bréf frá Mannvirkjastofnun:

Samkvæmt 1. tölul. 5. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og ákvæðum byggingarreglugerðar nr. 112/2012 annast Mannvirkjastofnun gerð leiðbeininga um nánari framkvæmd byggingarreglugerðar í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og aðra hagsmunaaðila.

Með bréfi þessu vil ég tilkynna að inn á vef okkar mvs.is eru komin drög að nokkrum leiðbeiningum.  Er hagsmunaaðilum hér með gefinn kostur á að kynna sér efni leiðbeininganna og senda okkur athugasemdir, leiðréttingar og viðbætur.  Frá dagsetningu þessara leiðbeininga gefst einn mánuður til að bregðast við.

DRÖG AÐ LEIÐBEININGUM