Heiðursfélagar

Alls hafa tíu einstaklingar hlotið heiðursnafnbótina heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands. Þrír þeirra eru núlifandi, þ.e. , Manfreð Vilhjálmsson arkitekt  sem var kjörinn heiðursfélagi 2011, Jes Einar Þorsteinsson sem var kjörinn heiðursfélagi 2013 og Albína Thordarson arkitekt  sem voru kjörin heiðursfélagi 2015.  Aðrir sem hlotið hafa þessa heiðursnafnbót eru Guðrún Jónsdóttir arkitekt, sem var kjörinn heiðursfélagi 2015, Högna Sigurðardóttir arkitekt, sem var kjörin heiðursfélagi árið 2008, Gísli Halldórsson arkitekt, sem kjörinn var heiðursfélagi árið 2002, Guðmundur Kr. Kristinsson, arkitekt, kjörinn heiðursfélagi 2001, Hörður Ágústsson listmálari og fræðimaður um byggingarlist, kjörinn heiðursfélagi 1992, Gunnlaugur Halldórsson, arkitekt, kjörinn heiðursfélagi 1969 og Sigurður Guðmundsson, arkitekt, sem varð heiðursfélagi Húsameistarafélagsins 1955.