FÉLAGIÐ var formlega opnað að kvöldi 18. mars að viðstöddu fjölmenni. FÉLAGIÐ hafði fengið til afnota jarðhæð turnsins á Höfðatorgi, þar sem opnuð var sameiginleg miðstöð og  samstarfsvettvangur félaga í Arkitektafélagi Íslands, Félagi húsgagna- og innanhússarkitekta og Félagi íslenskra landslagsarkitekta auk nemenda í Listaháskóla Íslands. Þar var unnið þverfaglega að sameiginlegum viðburði á Hönnunarmars. Með nánu samstarfi hafa fagfélög byggingalistar sýnt það í verki að gera má svo miklu meira og betur ef laggst er á eitt og unnið saman.

Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að Hönnunarmars og hefur yfirumsjón með hátíðinni. Eitt af markmiðum Hönnunarmiðstöðvar, sem var stofnuð fyrir tveimur árum, er að efla samvinnu milli félaga í hönnunargeiranum og jafnvel koma á breiðari tengingu milli félaga sem alla jafna vinna ekki saman.

Viðburðir á Hönnunarmars teygðu anga sína víða. Miðstöð FÉLAGISINS var í Höfðatorgi og í Kaaber húsinu voru fatahönnuðir með sýningu. Laugavegurinn og miðbærinn voru iðandi af lífi og finna mátti viðburði um allt höfuðborgarsvæðið og jafnvel norður á  Akureyri.

FÉLAGIÐ stóð fyrir metnaðarfullri dagskrá á Hönnunarmars. Meðal viðburða var sýning á líkönum, sem var komið fyrir í hinum ýmsu verslunum á Laugaveginum. Landslagsarkitektar voru með viðburðinn FÍLAR þú miðbæinn? Þar var staðan tekin á miðbænum og stöðumælum breytt í blómainnsetingar.

Laugardagskvöldið var sýnd fyrir fullu húsi Rússneska kvikmyndin “Man with the moviecamera” frá árinu 1929. Á undan sýningunni hélt Ríkharður H. Friðriksson tónskáld fyrirlestur um tengsl tónlistar og arkitektúrs og Matthew Collings flutti tónlist á meðan sýningin stóð yfir.

Farnar voru tvær skoðunarferðir með rútu frá miðstöð FÉLAGSINS í Höfðatorgi. Annarsvegar var skoðaður fjölbreyttur innanhússarkitekúr undir leiðsögn Ivu Rutar Viðarsdóttur innanhússarkitekt og hinsvegar var óvissuferð um arkitektúr borgarinnar undir leiðsögn Gunnars Arnar Sigurðssonar arkitekts. Einnig voru nokkrar arkitektastofur með opin hús á laugardeginum.

Fyrirlestrahald var mikilvægur þáttur í dagskrá FÉLAGSINS. Haldnir voru13 örfyrirlestrar  og 6 fyrirlestrar.

Skyggnur sem sýndu verkefni arkitekta, innanhússarkitekta og landslagsarkitekta rúlluðu á tjaldi í kaffistofunni allan tímann meðan FÉLAGIÐ var opið á Hönnunarmars.

Ólöf Örvarsdóttir skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar opnaði sýningarnar M3, 10+ og Reykjavík Rewind sem eru afrakstur FÉLAGSINS.

Aðaltilgangur hátíðarinnar var að hittst, ræða málin, eiga góða stund saman og taka upp óformlegt spjall um arkitektúr og hönnun. Kaffihúsið gegndi þar lykilhlutverki. . Stefnumót við húsgagna- og innanhússarkitekta var haldið á sunnudeginum. Kaffihúsinu var síðdegis á sunnudeginum formlega lokað með uppboði á Skötunni.

Viðburðir FÉLAGSINS voru mjög vel sóttir og telja menn að fleiri þúsund manns hafi lagt leið sína í FÉLAGIÐ þá daga sem Hönnunarmars stóð yfir. Almenn ánægja var bæði meðal fagfólks og leikmanna með þetta framtak og miklar væntingar eru bundnar um framhaldið.

Það er gífurlega mikil vinna sem liggur að baki viðburðum sem þessum og alveg ljóst að þeir hefðu aldrei orðið að veruleika nema með aðkomu fjölda manns sem unnið hafa í sjálfboðavinnu bæði dag og nótt.  Öllum þeim er þakkað fyrir óeigingjarna vinnu í þágu FÉLAGSINS.

Verkefnisstjórar:
Dóra Hansen (verkefnastjóri FÍH)
Laufey Agnarsdóttir (verkefnisstjóri AÍ, löggan, slökkviliðið ofl.)
Þórhildur Þórhallsdóttir  (verkefnisstjóri, allt í öllu fyrir FÍLA)


Sigríður Maack (allt í öllu, leyfin og allir lausir endar)
Magnús jensson (kaffihúsið ofl.)
Kristján Örn Kjartansson  (heimasíða, myndasjóv, uppsetning á dagskrá til prentunar, boðskort, ofl.)
Gunnar Örn Sigurðsson  (skoðunarferðin)
Hildur Gunnlaugsdóttir (kom að fjáröflun)
Helga  Sjöfn Guðjónsdóttir á skrifstofu AÍ sá um peningamál ofl.

FHÍ
Iva Rut Viðarsdóttir (kaffihúsið og fjáröflun, skrifa texta og margt fleira)
Oddgeir Þórðarson ( Kaffihúsið, hugmyndasmiður, redda húsgögnum, kaffi Tár  og margt fleira)
Ásta Sigríður Ólafsdóttir (stjórnaði og skipulagði fjáröflun)
Ómar Sigurbergsson (sýningastjóri og smiður 10+)
Elísabet Ingvarsdóttir (stoð og stytta verkefnisstjóra og fyrir FHI  í R.R..)
Elísabet  Jónsdóttir (setti upp sýningaskrá 10+)
Helga Sigurbjarnardóttir (skúra skúbba og bóna )

LHÍ
Richard Blurton – .(sýningastjóri R.R.)
Nemendur LHI
Harpa Þórsdóttir, Elísabet Ingvarsdóttir

FÍLA
Dagný Bjarnadóttir (vinna við innsetningu)
Sif Hjaltadal Pálsdóttir
Björn Jóhannsson
Margrét Backman. (vinna við innsetningu)
Belinda Eir Engilbertsdóttir ( kaffihúsanefndin ofl.)

AÐRIR:
Efla ehf. (Aðstoð við brunahönnun og vegna leyfisveitinga)
Teiknistofan Tröð (fyrir umburðalyndi og lán á Laufeyju ofl.
Pétur Guðmundsson stjórnarformaður og eigandi  Eyktar (húsnæði)

Styrkir í peningum og vörum:
Húsasmiðjan, Marel, Oddi, Álfaborg, Pixel, FSR, Epal, Hönnunarsafnið,