Á aðalfundi Arkitektafélags Íslands sem haldinn var 21. febrúar síðastliðinn var samþykkt tillaga stjórnar að hækka félagsgjöld félagsins um 15%, eða um 5000 kr., úr 33.100 kr. í 38.100 kr.

Hækkunin skilar félaginu áætlað (186*5000) 930.000 kr. á ári. Og gerir rekstrarforsendur fyrir árið 2018 raunsærri.

Hækkunin minnkar einnig bil milli þeirra sem greiða til BHM og greiða tekjutengd gjöld. (Að meðaltali á félagsmann árið 2018 í kringum 50.000 kr.)

Til að skoða þessa hækkun í sögulegu samhengi þá voru félagsgjöld í nóvember 2008 samtals 43.500 kr.  Ef við uppreiknum félagsgjöldin samkvæmt vísitölu neysluverðs þá hefðu þau í janúar 2017 verið 57.855 kr. ef þau hefðu ekki verið lækkuð í kjölfar efnahagshrunsins 2008.

Útgáfu- og vefmiðlagjald

Hönnunarmiðstöð hefur sett sér það markmið á þessu ári að gera þjónustusamning við hvert aðildarfélag. Er sá samningur gerður að tilstuðlan stjórnvalda en þjónustusamningur eykur verulega líkur á  því að ná miklum árangri í gerð samninga við stjórnvöld á árinu 2018. Í þjónustusamningum er gert ráð fyrir 5000 kr. gjaldi á hvern félagsmann sem rennur til Hönnunarmiðstöðvar. Til að mæta þeim kostnaði var samþykkt á aðalfundi að hækka útgáfugjald sem nemur þessum 5.000 kr. eða úr 5.000 kr. útgáfugjaldi í 10.000 útgáfu- og vefmiðlagjald.

Drög að þjónustusamningi Hönnunarmiðstöðvar frá janúar 2018.

Þjónustusamningur_janúar 2018

Félagsmenn búsettir erlendis

Á aðalfundi félagsins var samþykkt lagabreyting á 4 gr. laga um félagsgjöld. Þar er kveðið á um lækkun félagsgjalda til félagsmanna sem eru búsettir erlendis. Eða eins og stendur í lögum:

Félagsmaður sem hefur fasta búsetu erlendis, (býr a.m.t. 8 mánuði eða lengur af almannaksári erlendis), getur sótt um 50% afslátt af félagsgjöldum, fari hann skriflega fram á það við stjórn. Félagsmaður skal tilkynna stjórn þegar réttur til afsláttar á ekki lengur við.

Við hvetjum alla félagsmenn sem eru búsettir erlendis að kynna sér þessa lagabreytingu og óski þeir eftir lækkun á félagsgjöldum að senda póst á netfangið ai@ai.is.

Þeir félagsmenn sem greiða gegnum BHM greiða ekki félagsgjöld til AÍ, heldur kemur greiðslan í gegnum BHM. Greiðsla í BHM nemur 1% af launum viðkomanda.