Örn­ólf­ur Hall arki­tekt lést 30. janú­ar sl. á heim­ili sínu Lyng­hvammi 6 í Hafnar­f­irði, 83 ára að aldri.

Örn­ólf­ur fædd­ist í Reykja­vík 2. des­em­ber 1936, son­ur hjón­anna Ragn­ars Hall málara­meist­ara og Bertu Guðjóns­dótt­ur Hall hannyrðakonu. Örn­ólf­ur lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík 1957 og arki­tektanámi frá Technische Hochschule í Stutt­g­art í Þýskalandi 1964. Hann lagði einnig stund á nám í tölvu­teikn­un á ár­un­um 1990 til 1992, lauk prófi í fjar­skipta­fræðum frá Pósti og síma 1981 og nam spænsku og rúss­nesku.

Örn­ólf­ur starfaði á teikni­stof­um á náms­ár­um sín­um og rak Arki­tekta­stof­una OÖ í fé­lagi við Orm­ar Þór Guðmunds­son í Reykja­vík frá 1967 til 1987 en eft­ir það hafði hann með hönd­um sjálf­stæðan rekst­ur.

Meðal verk­efna sem Örn­ólf­ur vann að eru orku­mann­virki Hita­veitu Suður­nesja, Njarðvík­ur­kirkja, Flens­borg­ar­skóli í Hafnar­f­irði, Lands­bank­inn á Akra­nesi og Mennta­skól­inn á Eg­ils­stöðum.

Örnólfur Hall gekk í Arkitektafélag Íslands 1965 og sinni fyrir félagið fjölbreyttum trúnaðarstörfum. Örnólfur var ötull í umræðu um arkitektúr allt fram á dánardag.

Ættingjum, vinum og samstarfélögum Örnólfs gegnum tíðina sendum við samúðarkveðjur.