Arkitektafélag Íslands og Félag íslenskra landslagsarkitekta standa fyrir málþingi um ferðamannastaði 10. nóvembernæstkomandi. Á málþinginu verða ferðamannastaðir skoðaðir frá sjónarhorni m.a. hönnuða, fræðslufulltrúa, verkefnastjóra, leiðsögumanns, ferðamanns og bæjarstjóra.
Málþingið verður haldið í sal Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 101 Reykjavík og hefst klukkan 13:00 og lýkur um klukkan 17:00.
Þátttökugjald á málþingið er 7.000 kr og fer skráning fram á Tix.is
Dagskrá málþingsins verður eftirfarandi:
12:30 Húsið opnar
Fundarstjóri: Helga Hlín Guðlaugsdóttir, hönnuður
13:00 Aðalheiður Atladóttir, formaður AÍ, og Berglind Guðmundsdóttir, formaður FÍLA
13:05 Wieteke Nijkrake, arkitekt, og Jorrit Noordhuizen, landslagsarkitekt, fjalla um verkefni sem unnið var í samstarfið við Skaftárhrepp og Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins var að þróa aðferðir við sjálfbæra nýtingu lands með áherslu á varðveislu og framþróun vistkerfa, hagkerfis og menningar bæði fyrir svæðið í dag og komandi kynslóðir. Erindið verður flutt á ensku.
13:50 Einar Ásgeir Sæmundsen, landslagsarkitekt og fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum: Hönnun og skipulag í þjóðgarðinum á Þingvöllum.
14:10 Vilborg Halldórsdóttir, leiðsögumaður: Klósett og göngustígar.
14:30 Örn Þór Halldórsson, arkitekt og verkefnastjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga: Landsáætlun
14:50 – 15:10 Kaffihlé
15:10 Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt hjá Landslagi: Göngum lengra.
15:30 Róbert Ragnarsson, stjórnarformaður, Reykjanes UNESCO Geopark, samstarf sveitarfélaga og annarra hagaðila um stefnumótun og uppbyggingu ferðamannastaða.
15:50 Lemke Meijer, ferðamaður: Upplifun af ferðalögum um Ísland. Erindið verður flutt á ensku.
16:10 Dagur Eggertsson, arkitekt: Arkitektúr sem hvati
16:40 Hannes & Smári, frumkvöðlar.
17:00 Málþingsslit