Í byrjun júní munu samkeppnisnefndir norrænu arkitektafélaganna hittast í Kaupmannahöfn og funda um arkitektasamkeppnir. Á fundum sem þessum er kjörið tækifæri fyrir Arkitektafélagið að heyra hvað kollegar okkar eru að gera og læra af þeim. Gunnar Örn Sigurðsson formaður samkeppnisnefndar mun fara til Kaupmannahafnar á fundinn en AÍ fékk ferðstyrk frá Hönnunarsjóði til að senda Gunnar Örn út á fundinn. Það verður spennandi að heyra í Gunnari eftir ferðina en án ef mun Arkitektafélagið njóta góðs af fundinum.
Ferðastyrkur frá Hönnunarsjóði-Fundur samkeppnisnefnda
by Gerður Jónsdóttir | maí 22, 2018 | EFNISFLOKKAR, HÖNNUNARMIÐSTÖÐ, SAMKEPPNIR, STYRKIR | 0 comments
