Stykkishólmsbær auglýsir eftir þátttakendum í forval vegna fyrirhugaðrar framkvæmdasamkeppni um hönnun útsýnisstaðar í Súgandisey sem er í Stykkishólmsbæ. Samkeppnin er haldin í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í forvalinu eru beðnir að senda inn upplýsingar fyrir kl. 16.00, fimmtudaginn 11. júní til verkefnisstjóra:
Sigurbjartur Loftsson baddi@w7.is
Ráðhúsi Stykkishólmsbæjar
Hafnargötu 3,
340 Stykkishólmur

FORVAL SÚGANDISEY