Verkfræðistofan Mannvit og Samtök verslunar og þjónustu efna til fræðslufundar miðvikudaginn 6. desember kl. 8:30 um myglu í húsnæði. Fundurinn er haldinn á Grand hótel Reykjavík og eru fyrirlesarar Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, Einar Ragnarsson, sviðsstjóri mannvirkja og umhverfis og Dr. Wolfgang Lorenz, einn helsti sérfræðingur Þjóðverja sem sérhæfa sig í myglu og áhrifum hennar á fasteignir. Fundurinn er öllum opinn og ókeypis inn.

Fræðslufundur 6. des. – Mygla í húsnæði