Endurmenntun Háskóla Íslands kynnir tveggja missera hagnýtt nám fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu og færni á sviði framkvæmdaferla mannvirkjagerðar. Nemendur öðlast víðtæka þekkingu á öllum helstu sviðum fjármála, ráðgjafasamninga, verksamninga, útboðum, opinberum innkaupum, uppgjörum og bótaskyldu.

Námið er ætlað öllum þeim sem starfa við ráðgjöf og bera ábyrgð á ráðgjafasamningum, ráðningu hönnuða, útboðum, gerð útboðsgagna, samningum við verktaka, fjármögnun verkefna og áhættugreiningu innan fyrirtækja og stofnana. Námið hentar tæknifræðingum, byggingafræðingum, verkfræðingum, arkitektum, landslagsarkitektum og lögfræðingum ásamt öðrum ráðgjöfum í skyldum fögum sem og verktökum eða verkkaupum sem hyggjast tileinka sér þetta sérsvið.

Námið hefst 5. sept. 2018 og lýkur lau. 6. apr. 2019.

Frekari upplýsingar